top of page

um

DanceCenter Reykjavík

DanceCenter Reykjavík er fyrir alla, sem eiga það sameiginlegt að hafa  „ástríðu” fyrir dansi, bæði byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Með dansafli er vísað til jákvæðra áhrifa sem dansinn hefur á líkama og  sál og þeirri gleði sem hann gefur þeim, sem hann stundar.  

DanceCenter Reykjavík einbeitir sér að bjóða nemendum sínum vandaða

danstíma. innan raða skólans eru kennarar sem hafa fjölbreyttan og sterkan bakgrunn og æft í fjölda ára heima og erlendis: jazzballett, ballett, nútímadans, hip hop, stepp, flamengo o.flr. þá hafa þeir einnig 

engið þjálfun hjá skólanum, eru þaulreyndir dansarar, danshöfundar og margir hverjir margverðlaunaðir Íslandsmeistarar í einstaklings- og hópadansi. 

Þá býður Skólinn reglulega upp á Danshátíðir í fremsta flokki. Kennarar á hátíðunum eru meðal virtustu danshöfundum og hafa samið fyrir stærstu nöfnin í afþreyingargeiranum í Bandaríkjunum. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa ástríðu fyrir útbreiðslu dansins í heiminum og hafa tileinkað sér að ná fram því  besta úr nemendum sínum. hjá DanceCenter reykjavík fá nemendur því tækifæri til að Læra af þeim sem skara fram úr á sínu sviði í heiminum! 

Kennarar DanceCenter Reykjavík bjóða upp á vandaða danskennslu þar sem einstaklingurinn og dansgleðin er í fyrirrúmi. Reglulegir gestakennarar skólans: Lil´C, Dan Karaty, Shane Sparks, danshöfundar og dómarar úr So You Think You Can Dance? Sabra Johnson, vinningshafi So You Think You Can Dance? 2007. GEV OG PHLEX keppendur og danshöfundar So You Think You Can Dance?

Framtíðarsýn Dancecenter Reykjavík er að vera brú á milli dansmenningar landsins og erlendis. þannig að nemendur og kennarar hafi val um tækifæri erlendis ef þess er kostur.

  

 Sabra Johnson vinningshafi So You Think You Can Dance? 2007 með aðdáandanum knáa Maríu Kristínu.

 

 "ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN!!! "

María Kristín leit heiminn fyrst augum á sama tíma & DanceCenter Reykjavík, sem eru rétt að slíta barnsskónum.... 

 

Kennslan fer fram í glæsilegri aðstöðu: 

KristalHofinu, Síðumúla 15,

108 reykjavík.

 

Góða DansGleði!                                        

bottom of page