
Upplifðu DansGleðina!
Jazz & ballett Fitness 20+ og 60+
Mjúkt æfingakerfi sem snýst um að endurmóta og tóna vöðvana og fá hjartað til að slá örar inn á milli. Unnið er með eigin líkamsþyngd og gerðar æfingar við ballett stöng. Þú munt styrkjast á öllum líkamanum, auka þol og árangurinn lætur ekki á sér standa.



Jazz & ballett Fitness 20+
KENNARI: Áslaug Heiða og Nanna
7 vikna námskeið.
Kennt 1 í viku.
Þriðjudögum 19.30
Verð: 12.495 kr.
Jazz & ballett Fitness 60+
KENNARI: Nanna
7 vikna námskeið.
Kennt 1 í viku.
Föstudögum 10.30
Verð: 12.495 kr
Æfingar sem eru byggðar upp á ballett æfingum og grunni dansarans og miða að því að laga stöðu líkamans, þjálfa og móta sterka og langa vöðva og viðhalda teygjanleika þeirra.
Þjálfunin byggist á æfingum dansarans, m.a. þjálfunarkerfi NY city ballet workout, floor barre, jóga og klassísku ballettæfingum.
Athugið að til að sækja tímana er ekki þörf á dansreynslu og höfða tímarnir til allra!
Byrjendur jafnt sem lengra komnir “gamlar” ballerínur sem geta ekki hætt að dansa eru hjartanlega velkomnar.
Upplifðu DansGleðina en náðu um leið hámarksárangri í gegnum æfingarkerfi dansarans með ballett og jazzballettæfingum!