top of page
Mynd5.jpg
Steinunn Eva Óladóttir

Við bjóðum Steinunni Evu hjartanlega velkomna í hópinn! 
 

Þetta er Steinunn Eva Hún er fimmtán ára og er nemandi í Lágafellsskóla. Steinunn Eva var fjögurra ára þegar hún byrjaði í dansi. Hún var fjögur ár í ballett í Balletskóla Eddu Scheving. Hún var í fimleikum í sjö ár eða til 12 ára aldurs. Hún byrjaði 10 ára í dansi hjá DWC og lærði þar allskonar dansstíla, allt frá nútímadansi og út í hip-hop. Einnig hefur hún tekið eina önn í jazzballett í dansskóla JSB. Síðan hefur hún haldið áfram í dansi hjá DWC og hjá DanceCenter Reykjavík. Hjá DanceCenter Reykjavík lærði hún aðallega old school hip-hop og . Steinunn Eva hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum, þar á meðal fjórum ballettsýningum í Borgarleikhúsinu og sjö sýningum DWC, meðal annars í Hörpunni. Draumur Steinunnar Evu er að verða atvinnudansari og að reka sitt eigið dansstúdíó með stórum hópi nemenda og halda stórar og flottar danssýningar

Mynd4.jpg
bottom of page