top of page
Beatriz Garcia

Beatriz Garcia byrjaði að æfa Capoeira í Hollandi árið 2005 samhliða meistaranámi í lögfræði.  Gælunafn hennar er Morena en það hlaut hún stuttu eftir að hún gekk til liðs við Capoeira Mandinga skólann árið 2007.  Frá sama ári hefur hún verið í læri hjá stofnanda skólans, Mestre Marcelo, sem þekktur er á heimsvísu fyrir að hafa ljáð Eddy Gordo í Tekken 3 tölvuleiknum hreyfingar sínar. 

 

Í Sjanghæ árið 2007 tók Morena þátt í að stofna fyrsta Capoeira Mandinga skólann í Alþýðulýðveldinu Kína. Þar kenndi hún til ársin 2011 en etir það varð Morena yfirleiðbeinandi Capoeira Mandinga skólans í Peking,  Þar kenndi hún stórum hópi krakka og fullorðinna Capoeira, loftfimleika og dans. Morena kenndi einnig Capoeira sem hluta af námsskrá við Western Academy of Beijing. Hún var listrænn stjórnandi nokkurra danssýninga þar sem spunnið var saman Samba, Maracatu, Afró-Brasilísudansi, Maculele o.fl. þjóðdönsum. Einnig kom hópur hennar fram í viðburðum á vegum Audi, LG, Swarowski og Samsung. 

 

Morena kom til Íslands árið 2014 og stofnaði Capeira Mandinga skóla hér. Hún hefur kennt Capoeira við skóla Hjallastefnunnar, verið með frístundanámskeið í Kársnes- Mela- og Vesturbæjarskóla. Capoeira Mandinga hópurinn hefur sýnt á Reykjavík International Games í Laugardalshöll, fjölmenningarhátíð í Tjarnarbíói og Hörpu, Africa Fest í Tjarnarbíói. Morena sýndi Capoeira og lék í uppsetningu Þjóðleikhússins á Húsinu í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

 

Morena er fædd og upp alin í Havana á Kúbu. Hún talar íslensku og stundar íslenskunám við Háskóla Íslands. Hún er enn fremur lærður einkaþjálfari og syngur í hljómsveit. 

bottom of page