top of page

MæðgnaDansGleði!: 

Námskeiðin eru bland af léttri upphitun, skemmtilegum dansrútínum, leikjum & slökun þar sem foreldrar og börn geta átt "Sprellistund" en jafnframt nærandi "Náðarstund" saman þar sem hlúað er að tengslum barns & foreldris í gegnum DansGleðina. Rútínurnar eru laufléttar & samsettar þannig að foreldri & barn dansa saman. Tilvalið að æfa sig síðan saman inn í stofu eða við öll önnur tækifæri sem gefast.

 

Kennari: Nanna Ósk

Sjá tímasetningar í stundatöflu!
https://www.dancecenter.is/copy-of-dansnamid

Fyrir hvaða aldur? Aldursbilið er breytt en vanalega eru börnin á aldrinum 7-13 ára

 

Æskilegur klæðnaður: Þægilegur íþrótta- eða dansfatnaður, dansskór eða strigaskór (strigaskór sem skylja ekki eftir svört strik, þurfa að vera með hvítum eða glærum botni. Nemendur fá ekki að koma inn í tíma á útiskóm. 

 

Námskeiðin eru fyrstu sinnar tegundar á landinu! Hægt að velja um 10 vikur eða 4 vikur.

 

Algjör nýjung og tilvalið fyrir foreldra- og vinahópa að sameinast með börnin sín.

Verð: 35.700 kr. f/ foreldri & barn, kennt 1 x í viku á laugardögum kl.13, 10 vikna námskeið. Við hvert barn til viðbótar er greitt 17.850 kr. Tómstundastyrkur ÍTR og annarra bæjarfélaga gengur upp í lengri námskeiðin

Undirstaða í dansi er ekki þörf og eru danstímarnirnir byggðir upp fyrir alla! 

Tekið er mið af hverju barni og foreldri eftir getu. Létt spor og aðalatriðið er að njóta samverustundarinnar.

bottom of page