top of page

Heilsu-, lífsstíls- og dansnámskeið: Spennandi 12 vikna  námskeið f/ stúlkur á aldrinum 12-13 ára. Hefst 19. janúar! Námskeiðinu lýkur með danstískusýningu frá íslenskum hönnuði & myndatöku hjá ljósmyndara þar sem hver stúlka fær myndamöppu

 

 

 

 

 

 

Námskeiðið eflir sjálfsmynd & jákvæða líkamsvitund og hefur það markmið að stuðla að auknu sjálfsöryggi. Með jákvæðri hvatningu í hverjum tíma fær hver stúlka að njóta sín og fá skemmtileg verkefni sem miða af því að virkja innri rödd.

Fyrir hverjar?
Allar stúlkur á aldrinum 12-13 ára sem sækjast eftir hreysti, byggja upp líkamann, upplifa dansgleði, styrkja sjálfstraustið & fá að njóta sín í frábærum félagsskap með stúlkum á sínum aldri.
Rauði þráðurinn er að virkja innri rödd.


Námskeiðið stendur saman af 4 lotum:
Í hverjum tíma er farið í líkamsþjálfun, dans (Commercial jazz, Hip Hop & nútímadans), jóga & slökun.
Þar að auki eru áherslur eftir vikum:
1-4 viku: Framkoma, sjálfsöryggi & ganga.
4-8 viku: Styrkleikar, sjálfsþekking, markmiðasetning & árangur.
8-12 viku: létt förðun, umhirða húðar, ljósmyndataka & danstískusýning.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Tími:
Miðvikudaga kl.18-19
Laugardaga kl.13-14
(Val um 1 eða 2 x í viku.)

2 x í viku. Verð: 55.200 kr
1 x í viku. Verð 36.800 kr.

Kennarar: Nanna Ósk Jónsdóttir,
María Kristín L. Jónsdóttir &
Steinunn Eva Þengilsdóttir.
Nemendur fá einnig heimsókn frá fjölda gesta kennara á námskeiðinu.
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Nánar um kennsluáherslur:
* Æfingar sem miða að því að efla sjálfsvitund, sjálfsöryggi,styrkja og liðka líkamann, auka þol og farið er í skemmtilegar dansrútínur
   sem allir eiga auðvelt með að læra við nýjustu danstónlistina.
* Stöðvaþjálfun þar sem unnið er með eigin þyngd.
* Í lok hvers tíma er farið í slökun, jóga & núvitund
* Fræðsla um hollt matarræði.
* Farið yfir sjálfsöryggi í framkomu, tjáningu & göngu f/ sýningar.
*Styrkleikar skoðaðir sem efla sjálfsþekkingu.
* Virkjun leiðtogans.
* Aðferðir í markmiðasetningu skoðaðir til að auka árangur.
* Efling frumkvæði & sjálfstæði
Virkilega eflandi og skemmtilegt námskeið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Undirstaða í dansi er ekki þörf og eru danstímarnirnir byggðir upp fyrir alla! Tekið er mið af hverjum og einum einstaklingi eftir getu. Lögð er sérstök áhersla á að allir nemendur nái dansrútínunum og síðan er hraðinn keyrður markvisst upp og skipt í hópa. Í lok tímans er farið í slökun og teygjur sem er gríðarlega mikilvægur þáttur til að byggja upp hug og líkama. 

Æskilegur klæðnaður: Þægilegur íþrótta- eða dansfatnaður, dansskór eða strigaskór (strigaskór sem skylja ekki eftir svört strik, þurfa að vera með hvítum eða glærum botni. Nemendur fá ekki að koma inn í tíma á útiskóm. 

Annað: Ætlast er til að nemendur séu stundvísir og leggi rækt við dansnámið. Ef nemendur veikjast þarf að tilkynna kennara það með tölvupósti. Merkt er við nemendur í hverjum tíma.

Mynd2.jpg
Mynd1.jpg
IMG_9420.lit.13-18.jpg
Mynd5.jpg
Mynd4.jpg
María_RÚV.jpg
bottom of page