top of page

MeðgönguGleði!: 

Við viljum stuðla að því að allar mömmur eigi kost á að rækta sig og upplifa gleði á meðgöngu. Við höfum því sérhannað námskeið sem stuðlar að hreysti og almennri vellíðan mæðra á meðgöngu í skemmtilegum og skapandi félagsskap. Námskeiðin henta öllum konum sem vilja halda sér í góðu líkamlegu formi á meðgöngu og vera vel í stakk búnar fyrir daginn stóra. Námskeiðin eru bland af léttum líkamsræktar æfingum þar sem við notumst við eigin líkamsþyngd, upphitun, skemmtilegum æfingum á stöng með áhrifum frá balletinum,  teygjur og slökun í lokin.

Kennari: Áslaug Heiða Gunnarsdóttir

 

Æskilegur klæðnaður: Þægilegur íþróttafatnaður.

 

Eigðu notalega stunda í hlýju og rólegu umhverfi með öðrum verðandi mæðrum á meðan þú færð tækifæri til að rækta sjálfa þig. 

Námskeiðið hefst 9.janúar. Verð: 24.990 kr. , kennt 2 x í viku á þriðjud- og fimmtudögum kl.10.30, 7 vikna námskeið. 

bottom of page