top of page
IMG_9420.lit.13-18.jpg
María_RÚV.jpg

Við bjóðum Maríu Kristínu hjartanlega velkomna í hópinn!

Þetta er María Kristín og hún er á fimmtánda ári og er nemandi í Garðaskóla. María Kristín fæddist með DansGleðina í blóðinu og hefur samið sínar eigin dansrútínur frá blautu barnsbeini, aðstoðað við danskennslu og alist upp innan veggja DanceCenter RVK en dansskólinn var stofnaður árið 2007, á fæðingarárinu hennar.

 

María hefur alltaf elskað að dansa og fundið hvernig hún gleymir sér í dansinum. Hún hefur mikið dálæti af börnum og 8 ára fann hún sig í leiðtogahlutverkinu og byrjaði fyrst að aðstoða við danskennslu barna á aldrinum 3-6 ára. Hvert ár hefur hún verið aðstoðarkennari barna, ári yngri en hún og niður í 3 ára aldur. Þá hefur hún einnig aðstoðað í MæðgnaDansGleði þar sem mæður koma saman með börnum að dansa allt frá 5 til 13 ára. Hún hefur því þrátt fyrir ungan aldur, nú þegar mikla hæfni og reynslu fyrir danskennslu sem hefur verið henni gjöfult veganesti fyrir danskennslu framtíðarinnar og skólanám.

 

María var einungis 1 ½ þegar hún fékk mynd af sér í örmum dómara Soo You Think You Can Dance? 2007 og vinningshafa, Dan Karaty og Sabra Johnson sem komu á vegum DanceCenter RVK ásamt fjölda annarra úr þáttunum til að kenna áhuga- og atvinnudönsurum landsins og miðla af reynslu úr þáttunum.

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

Það má segja að María hafi byrjaði í dansi um leið og hún gat labbað og 3 ára tók hún þátt í sinni fyrstu sýningu í Tjarnarbíói.

 

Þá stundaði hún fimleika með hléum frá 3 til 11 ára aldurs og vann 2 sætið í gólfæfingum með sínum flokki á Íslandsmeistaramóti fimleika, þá 11 ára.

 

Samhliða fimleikanáminu, frá 3 ára aldri til dagsins í dag, hefur hún ávalt stundað dans við DanceCenter RVK og lært Jazzballett, JazzFunk, Hip Hop og Commercial Hip Hop. Þá hefur hún einnig lært ballett og dans hjá helstu dans- og balletskólum landsins.

 

María var yngsti og jafnframt fyrsti dansnemandinn til að stíga á svið í Hörpu, þá einungis 4 ára hjá DanceCenter RVK en framan af hafði enginn dansskóli verið með sýningu þegar Harpan opnaði.

 

Hún lærði Jazzballett, 1 önn hjá Dansskóla Birnu Björns og tók þátt í sýningu í kjölfarið í Borgarleikhúsinu og lærði Jazzballett í Jazzballettskóla Báru.

 

María hefur reglulega stundað ballett, 1 önn hjá Klassíska Listdansskólanum, 2 annir hjá Listdansskóla Íslands og 1 önn hjá ballettskóla Eddu Scheving, sem og nútímadans.

 

Hún hefur einnig verið nokkrar annir í söngleikjadansi og steppi hjá Chantelle Carrey og tekið þátt í sýningum í framhaldinu, m.a.

We Will Rock You! í Háskólabíói.

 

12 ára keppti María í Dance World Cup og vann í sínum flokki með hópnum sínum frá DanceCenter RVK. Black Phanter´s og 13 ára tók hún þátt í Samfés sem var sýnt á RÚV.

 

Nýverið tók María Kristín námskeið í nútímadansi hjá Ernesto Camilo í Klassíska Listdansskólanum.

 

Þrátt fyrir ungan aldur hefur María einnig sótt námskeið hjá Pineapple-stúdíó í London.

 

Frá upphafi dansiðkunnar hefur María tekið þátt í fjölda fimleika- og danssýninga í helstu leikhúsum landsins.

 

María hefur einnig unun af öðrum listum eins og myndlist og söng.

 

Draumur Maríu Kristínar er að komast inn í Verzló, verða danskennari og samhliða því að starfa sem tannlæknir og ekki verra að eiga sína eigin stofu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sabra Johnson_SoYouThink.jpeg
image4.jpeg
4_5.jpg
bottom of page