top of page

Ballett hjá DanceCenter RVK: 14 vikna námskeið,  

Í fyrsta tíma eru nemendur og foreldrar boðnir sérstaklega velkomnir og munu eiga náðuga samverustund í upphafi tímans þar sem gefst tækifæri á að ná tali af kennurum. Í lok annar verður haldin hátíðleg Jólasýning í húsnæði skólans á sérstökum Jóladegi skólans þar sem andi Jólanna mun svífa yfir KristalHofinu. 

Fljótlega kemur í ljós hjá ungum börnum hvort tónlist og dans sé ríkur þáttur í eðli þeirra. Þessa hæfileika er afar mikilvægt að rækta hjá hverju barni. Hjá börnum þar sem þetta er ríkt í eðli þeirra, byrja þau fljótt, jafnvel fyrir 1 árs aldur að hreyfa sig í takt við tónlist.  Þessari þörf fylgir mikil leikgleði og er afar mikilvægt að virkja snemma hreyfingar- og sköpunarþörf barnsins.  Í tímum læra börn að hlusta á tónlist og eru æfð í að uppgötva og skynja samhengið milli, hreyfingar, dans, takst og tónlistar.  Farið er yfir létt spor og leikgleðinni leyft að njóta sín.  Einnig er lögð rík áhersla á einbeitingu, athygli og aga. 

Kennarar: Edda, Áslaug og Nanna

KrílaBallett - 2 ára

14 vikna námskeið, Kennt á laugardögum. Hefjast 13. janúar

Hver kennslustund er 30 mín. 

Kennt 1 x í viku á laugardögum kl.9.30 

Fjöldi er takmarkaður við 20 í hóp. 

Alltaf 2 kennarar og aðstoðarmanneskja.

Verð: 24.990 kr.

Ballett fyrir aldur 3-5 ára

14 vikna námskeið, Kennt á laugardögum. Hefjast 13. janúar

Hver kennslustund er 60 mín. 

Kennt 1 x í viku á laugardögum kl.10.00

Fjöldi er takmarkaður við 20 í hóp. 

Alltaf 2 kennarar og aðstoðarmanneskja.

Verð: 28.000 kr.

 

Ballett fyrir 6 ára 

14 vikna námskeið, kennt á föstudögum kl.16.00. Hefjast 12. janúar

Hver kennslustund er 60 mín. 

Kennt 1 x í viku

Alltaf 2 kennarar og aðstoðarmanneskja.

Verð: 28.000 kr.  

 

 

 

 

Hvernig er kennslu háttað? 

Farið er yfir undirstöðuatriði í klassískum ballett með æfingum þar sem dansgleðin fær að njóta sín í leikjum og hugmyndaauðgi en einnig lögð áhersla á sjálfsaga. Nemendur öðlast næmni í fínhreyfingum og samhæfingu. Þjálfun í jafnvægi, liðleika og aukinni líkamsvitund. Þá er lögð sérstök áhersla á að þjálfa tóneyra og taktnæmni í gegnum klassíska tónlist. Skemmtilegir tímar sem auka sjálfstraust og sjálfstæði nemenda. 

Undirstaða er ekki þörf og eru tímarnirnir byggðir upp fyrir alla! Tekið er mið af hverjum og einum einstaklingi eftir getu. Lögð er sérstök áhersla á að allir nemendur nái dansrútínunum og síðan er hraðinn keyrður markvisst upp og skipt í hópa. Í lok tímans er farið í slökun og teygjur sem er gríðarlega mikilvægur þáttur til að byggja upp hug og líkama. 

Æskilegur klæðnaður:

Nauðsynlegt er að stelpur séu klæddar í balletbol, bleikum eða ljósum sokkabuxum og tátillíum (valfrjálst). Þá er nauðsynlegt að hárið sé sett upp í snúð eða tagl. Strákar þurfa vera í bol og svörtum leggins og tátillíum (valfrjálst).  

Annað: Ætlast er til að nemendur séu stundvísir og leggi rækt við dansnámið. Ef nemendur veikjast þarf að tilkynna kennara það með tölvupósti. Merkt er við nemendur í hverjum tíma.

Sagan:

Klassískur ballett byrjaði á endurreisnartímanum á 16. öld á Ítalíu. Mjög ör þróun var á honum í Frakklandi. Kóngurinn í Frakklandi, Louis XII var mjög áhugasamur um ballett og dansaði hann líka sjálfur. Hann stofnaði ballettskólann Académie Royale de la Dance árið 1661 sem heitir nú Paris Opera Ballet. Á þessum tíma voru búin til orð yfir spor og líkamsstöður í ballett á frönsku sem eru ennþá notuð í dag . Á 18. öld breyttist ballettinn frá hallardönsum ríka fólksins í dansform á sviði. Í byrjun 19. aldar byrjaði rómantískt balletttímabil. Marie Taglioni var fyrsti dansarinn sem dansaði á táskóm í “La Sylphide”.

 

Á seinni part 19. aldar fór ballettinn í Frakklandi að dala, en á sama tíma tók hann að vaxa og styrkjast í Danmörku undir stjórn August Bournonville, í Rússlandi undir stjórn Jules Perrot og Marius Petipa. Marius Petipa er mest þekktur sem danshöfundur í heiminum. Hann samdi t.d Svanavatnið, Hnotubrjótinn og Þyrnirós eftir tónlist Péturs Tchaikowsky. Þessi tími er kallaður klassíski balletttíminn og var byrjað að nota tutu pils (stutt pils) til að sýna betur fótaburð og hreyfingar. Mikil tæknileg þróun var á þessum tíma og voru gerðar æ meiri kröfur til dansara um erfiða snúninga og hopp.

 

Á 20. öld, stofnaði Sergei Diaghilev dansflokkinn Ballet Russe í París og danshöfundarnir Michel Forkine og Vaslav Nijinsky breyttu dansinum í meiri dramatískan og afstraktan nútíma ballett t.d. verk eins og Petrushka, Firebird og Rite of Spring eftir Igor Stravinsky. Eftir seinni heimstyrjöldina flutti George Balanchine til Bandaríkjanna og stofnaði New York City Ballet. Hans verk notast ekki við söguþráð, heldur túlkar hann tónlistina með hreyfingum.

Kennslutímar í klassískum ballett eru oft hefðbundnir. Byrjað er að hita upp með litlum hreyfingum og síðan eru gerðar stærri hreyfingar vegna þess að líkaminn eru orðinn heitari og því auðveldara með að hreyfa sig.

 

Sýnikennsla eru helstu kennsluaðferðir sem notaðar eru við kennslu á fyrstu stigum námsins. Í hefðbundinni kennslustund læra nemendur æfingar sem kennari sýnir þeim og endurtaka undir klassískri tónlist.

 

Æfingar eru gerðar við stöng, til að læra rétta líkamsstöðu og til að fá stuðning við að halda útsnúningi og jafnvængi. Úti á gólfi er eins og grunnæfingar á stöng nema þar eru fleiri hreyfingar með hoppum, snúningum og notkun á rými. Stúlkur sem eru lengra komnar fara í táskó og æfa dansa á tánum, piltur sem er lengra komnir æfa stór hopp og snúninga. Og pas de deux ( tvídans) þar sem strákur og stúlka æfa sig í að dansa saman, með því að pilturinn lyftir og styður stúlkuna. Á seinni stigum er stuðst við samvirkt nám þar sem nemendur þurfa að vinna hver með öðrum og læra dansbrot úr ballettverkum.

Hreyfingar og stöður líkamans eru oft nefndar á frönsku vegna þess að balletinn þróaðist í Frakklandi. Nemendur þurfa því að læra nöfn á sporum og stöðum handleggja og höfuðs o.s.frv. á frönsku.

bottom of page