top of page

Dansnámið:
 

Dansnámi skólans er skipt niður í ákveðna flokka eftir aldri og getu nemenda og er rauði þráðurinn í starfi okkar að nemendur upplifi DansGleðina á hverju stigi. Einblínt er á vandaða danskennslu þar sem hlúað er að einstaklingnum með uppbyggjandi starfi þannig að nemendur hafi fengið alúðlegt dansuppeldi og komi einnig sem sterkir einstak-lingar út í lífið í leik og starfi í framtíðinni. Mikið er lagt upp úr því að kennslan sé persónuleg og að kennarinn geti sinnt hverjum nemanda af kostgæfni. Þess vegna er fjöldi nemenda í hverjum hópi takmarkaður.  Aldur miðast við fæðingarár.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Haustönninni lýkur með foreldraáhorfi þar sem allir nemendur sýna afraksturinn af þjálfun sinni og fá mikla

ánægju með því að koma fram á árlegum Jóladegi skólans. Nemendasýning er haldin einu sinni á ári, á vorönn. Að stíga á svið og upplifa gleði og stolt eftir miklar æfingar, er yndisleg upplifun fyrir ungar og upprennandi stjörnur.

 

Fljótlega kemur í ljós hjá ungum börnum hvort tónlist og dans sé ríkur þáttur í eðli þeirra. Þessa hæfileika er afar mikilvægt að rækta hjá hverju barni. Hjá börnum þar sem þetta er ríkt í eðli þeirra, byrja þau fljótt, jafnvel fyrir 1 árs aldur að hreyfa sig í takt við tónlist. Þessari þörf fylgir mikil leikgleði og er afar mikilvægt að virkja snemma hreyfingar- og sköpunarþörf barnsins. Í tímum læra börn að hlusta á tónlist og eru æfð í að uppgötva og skynja samhengið milli, hreyfingar, dans, takts og tónlistar. Farið er yfir létt spor og leikgleðinni leyft að njóta sín.  Einnig er lögð rík áhersla á einbeitingu, athygli og aga. Dans er ekki einungis listform heldur einnig eins og hver önnur íþrótt, sem þarf að stunda að alúð til að ná árangri! 

Við dönsum svo lengi sem við lifum!

 

Fyrstu sporin 2-6 ára - fyrstu sporin leggja grunninn af framtíðinni!

BARNADANSAR: Klassískur ballett og Jazzballett, 

Réttu sporin 7-12 ára - Upplifðu DansGleðina – taktu réttu sporin í lífinu!

Tæknitímar, Klassískur ballet, Jazzballett, Street jazz, Commercial, nútímadans, spuni

 

Gæfu sporin 13-15 ára - Upplifðu DansGleðina – það verður þitt gæfuspor!

Tæknitímar, Klassískur ballet, Jazzballett, Street jazz, Commercial, nútímadans, spuni 

Framtíðar sporin 16 ára og eldri – Með hverju skrefi í átt að betri árangri

mótarðu framtíðina!   

Tæknitímar, Klassískur ballet, Jazzballett, Street jazz, Commercial, nútímadans, spuni,

Dívu DansGleði, ZumbaGleði, Barre Burn (Fitness) 

 

 

bottom of page