top of page

SUMARIÐ ER TÍMINN!

Fjöllistanámskeið: Leikræn tjáning & ljóðlist - Söngtækni - Dans - Myndlist & útivera! Við byrjum 11. júní – skráning er hafin! Takmarkaður fjöldi!

 

Metnaðarfull sýning í lok hvers námskeiðs, án endurgjalds og hægt er að bjóða vinum og vandamönnum á meðan húsrúm leyfir! Vönduð námskeið haldin í notalegu umhverfi KristalHofsins, Háteigsvegi og Kjarvalstöðum. Aldur frá 5 ára til 13 ára. Fjöldi takmarkaður og 2 kennarar ásamt aðstoðarkennurum á hverju námskeiði. Hægt er að óska eftir námskeiðum fyrir eldri aldurshópa. Skráning er bindandi. 

 

Námskeiðin eru prýdd fagfólki með áralanga reynslu í barnastarfi, úr leikhúsheiminum og afþreyingargeiranum. Soffía Karlsdóttir, söng- og leikkona og danskennari, Nanna Ósk Jónsdóttir, danskennari og danshöfundur. Valgerður Guðnadóttir, söngkona, Kalli úr Dans Dans Dans og Billy Elliot og Nataly frá Kúbu sem var í danshóp þar í landi og kom að æskulýðsstarfi.  

Öll skráning fer fram á dancecenter.felog.is. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá

Nönnu Ósk GSM: 777 3658 og Soffíu: 690 6812

Soffía Karls þarf vart að kynna en hún hefur sungið og leikið frá táningsaldri og er að auki margt til lista lagt. Hún stofnaði meðal annars ásamt öðrum, hljómsveit sem söng og lék lög Leonards Cohen. Hún er reynslumikil leik- og söngkona sem hefur komið víða við síðustu 20 ár í leikhúsi og sjónvarpi, verið með söng- og danskennslu, uppistand oflr. Soffía stimplaði sig rækilega inn sem söngkona með þátttöku sinni í The Voice Of Ísland og er þekkt fyrir kraftmikla og skemmtilega framkomu. 

Nanna Ósk fæddist með dansinn og frumkvöðlaeðlið í blóðinu og á unglingsárum vakti hún mikla athygli þegar hún gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitla í einstaklings- og hópadansi. Í Verzló var hún einnig fyrirferðamikil í nemendamótunum sem ávalt hafa verið glæsileg og í fyrsta skipti í sögu skólans, voru nemendur ráðnir sem danshöfundar. Jesus Christ Superstar hlaut lof helstu listagagnrýnenda landsins. Hún býr að því að vera með áralanga reynslu af danskennslu, æskulýðs- & barnastarfi og beitt sér ötulega á því sviði. Hún hefur komið víða við sem danshöfundur, dansari, leikið og sungið í sjónvarpi og leikhúsi m.a. Rocky Horror í leikstjórn Balthazar Kormáks, kvikmyndunum Maður eins og ég og Strákarnir okkar í leikstjórn Róbert Douglas. Þar tók hún lag Björgvins Halldórssonar “Þó líði ár og öld” við mikinn fögnuð. Nanna Ósk stimplaði sig svo rækilega inn, öllum að óvörum, þar á meðal henni sjálfri þegar hún keppti fyrir Íslands hönd með hópnum Two Tricky með laginu, Angel eða Birta eftir Einar Bárðason í Eurovision. Árið 2007 stofnaði hún DanceCenter RVK á meðgöngu dóttur sinnar og hafa þær mæðgur fylgst að í danslistinni sem hafa átt hug þeirra allan. Fyrir ári síðan útvíkkaði hún starfssemina og er dansskólinn staðsettur í KristalHofinu sem einbeitir sér að öllu sem heilar sál og líkama.

Valgerður Guðnadóttir nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og hjá prof. Lauru Sarti við framhaldsdeild Guildhall School of Music and Drama í London. Hún hóf söngferil sinn með hlutverki Maríu í West Side Story í Þjóðleikhúsinu 18 ára gömul. Síðan þá hefur hún sungið og leikið á ólíkum vettvangi, t.d. hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Íslensku Óperunni. Valgerður lék hlutverk Maríu í Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu og hlaut fyrir það Grímuna, Íslensku leiklistarverðlaunin, sem Söngvari ársins. Valgerður hefur farið með mörg hlutverk á ferlinum, allt frá söngleikjum til óperu eins og t.d. Fantine í Vesalingunum, Lindu í Gauragangi, Janet í Rocky Horror, Papagenu í Töfraflautunni, Mercedes í Carmen, Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós og Poppeu í Krýningu Poppeu. Haustið 2015 fór hún með hlutverk Bertu í Rakaranum frá Sevilla hjá Íslensku Óperunni en fyrir það hlutverk hlaut hún tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngkona ársins í flokknum sígild- og samtímatónlist.

 

Valgerður hefur sungið inn á fjölmarga hljómplötur og árið 2010 kom út sólóplata hennar, Draumskógur. Hún hefur leikið í sjónvarpi, unnið sem þáttastjórnandi og sungið/leikið Disney persónur eins og Pocahontas, Litlu hafmeyjuna og Mulan. Valgerður hefur haldið fjölda tónleika og komið víða fram sem einsöngvari hér heima og erlendis m.a. á opnunarhátíð Hörpu 2011 og margoft með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nú síðast á Vínartónleikum hljómsveitarinn í janúar 2018.

 

Í febrúar síðastliðnum söng Valgerður Völvuna í Völuspá, nýju tónverki eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson fyrir sinfóníuhljómsveit og kór sem flutt var í Færeyjum og fór í sama mánuði með hlutverk Christine Daaé í The Phantom of the Opera í Eldborgarsal Hörpu.

 

Valgerður hefur síðustu ár stýrt ásamt Þór Breiðfjörð Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz. Hún hefur leikstýrt þremur söngleikjum og haldið Disney námskeið á vegum skólans".

Karl Friðrik dansari sló rækilega í gegn í söngleiknum Billy Elliot og Dans Dans Dans. Þegar hann stundaði nám hjá Listdansskóla Íslands, hreppti hann þá aðeins 16 ára 1. sætið í undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi, sem haldin var í Svíþjóð. Minningarsjóður Svandísar Þulu Ásgeirsdóttur veitti vinningshöfum styrk til utanfarar en sjóðurinn var stofnaður 2. desember 2008 þegar tvö ár voru liðin frá því Svandís lést í bílslysi aðeins fimm ára gömul. Minningarsjóðurinn styrkir meðal annars unga ballettdansara en Svandís Þula hafði stundað ballettnám í Ballettskóla Eddu Scheving í rúm tvö ár þegar hún lést. Alls kepptu þrjátíu manns. Það var Félag íslenskra listdansara sem hélt utan um keppnina.

Nataly Castillo Ruiz danskennari og umhverfissinni er meistaranemi í Orkuverkfræði við HR. Hennar mesta ástríða er DansGleðin og hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum og var m.a. í Salsa sýningarhópi í heimalandi sínu, Kólembíu og kennir fjölmarga dansstíla.

bottom of page