top of page

​ÓSKUM EFTIR HÆFILEIKARÍKUM KENNURUM!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viltu Upplifa DansGleði, Vellíðan og Heilbrigði með okkur?

DanceCenter Reykjavík & KristalHofið fer ört vaxandi og flutti nýverið í stærra húsnæði að Síðumúla 15. Við viljum fagna þeim áfanga og bjóða öfluga kennara velkomna í okkar frábæra hóp. 

 

Við leitum að hæfileikaríkum aðstoðakennurum jafnt sem kennurum

sem kunna vel við sig í skapandi umhverfi.

 

Kennarar með áherslu á:

  • Ballett, jazz, commercial Hip hop, break, nútímadans, latíndansa sem og öðrum dansstílum

  • yoga og hugleiðslu

  • hópatíma í líkamsrækt og skokkhópa

  • Fimleika- og íþrótta bakgrunn

  • Leiklist, myndlist og söng

 

Hæfniskröfur:  

– Vera barngóðir, heiðarlegir, jákvæðir, stundvísir og reyklausir er skilyrði

– Hafi ástríðu fyrir að bæta manneskjuna upp í gegnum heilun og heilsu

– Sjálfstæðir og metnaðarfullir leiðtogar

– Menntun á sviði íþrótta-, uppeldis- & sálfræði er kostur

– Menntun á sviði lista, myndlistar, leiklistar & söngs er kostur

– Lipurð í samskiptum og rík þjónustulund  

– Reynsla af kennslu er kostur  

– Skipulögð og nákvæm vinnubrögð  

 

Allar umsóknir eru trúnaðarmál. Áhugasamir sendi ferilskrá á kristalhofid@gmail.com fyrir 13.ágúst.

 

Dansskólinn DanceCenter Reykjavík var stofnaður árið 2007 og verið í fremstu röð dansskóla á Íslandi. DanceCenter RVK útvíkkaði starfssemina árið 2017 með áherslu á heilun og heilsu með tilkomu KristalHofsins. DanceCenter RVK er fyrsti dansskólinn til að bjóða reglulega upp á Danshátíðir með dómurum úr dansþáttunum, So You Think You Can Dance?, sem jafnframt eru meðal virtustu danshöfunda í heiminum og samið fyrir stærstu nöfnin í afþreyingargeiranum í Bandaríkjunum. Þeir eiga það sameiginlegt með skólanum að hafa ástríðu fyrir útbreiðslu dansins í heiminum og tileinkað sér að ná fram því  besta úr nemendum sínum. Hjá DanceCenter reykjavík fá nemendur því tækifæri til að Læra af þeim sem skara fram úr á sínu sviði í heiminum! 

 

Kennarar DanceCenter Reykjavík bjóða upp á vandaða danskennslu þar sem einstaklingurinn og dansgleðin er í fyrirrúmi!

 

Innan raða skólans er hópur innlendra og erlendra kennara sem hafa fjölbreyttan og sterkan bakgrunn. Eru þaulreyndir dansarar, danshöfundar og margir hverjir margverðlaunaðir Íslandsmeistarar í einstaklings- og hópadansi. 

 

DanceCenter Reykjavík er fyrir alla, sem eiga það sameiginlegt að hafa  „ástríðu” fyrir dansi, bæði byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Með dansafli er vísað til jákvæðra áhrifa sem dansinn hefur á líkama og  sál og þeirri gleði sem hann gefur þeim, sem hann stundar.  

Hópmynd_prómó.jpg
Sabra Johnson_SoYouThink.jpeg
Dómarar_kennarar.jpeg

Vinningshafinn Sabra Johnson

So You Think You Can Dance?

hefur verið meðal kennara við skólann

Dómararnir Dan Karaty og Shane Sparks
úr So You Think You Can Dance? hafa
verið meðal kennara.
bottom of page