top of page

Sagan

2007
__________________

Janúar......

....

2017
__________________

September......

Lítil danssaga...upphafið....Það var við hæfi að fá sér fast aðsetur nálægt æskuslóðunum þar sem þetta byrjaði allt saman í Tónabæ. DanceCenter Reykjavík hefur frá upphafi við stofnun skólans líka dregið nafn sitt af okkar menningarborg og Reykjavík og því við hæfi að hjarta skólans sé miðsvæðis.

 

Það má segja að Nanna Ósk hafi fæðst með dansinn í blóðinu en þessa ástríðu mun hún rækta með sér þar til yfir líkur og á meðan fæturnir geta borið hana. Um 12 ára aldur byrjaði hún að kenna en má segja að fyrir þann tíma hafi hún stöðugt verið að dobla allar vinkonur sínar í dansinn, hvort sem var á dansgólfið á diskótekunum eða semja rútínur heima við og fá þær til að vera með. Hún var einstaklega heppinn með vinkonuhópana í kringum sig en þær sýndu þessum dansáhuga ómælda þolinmæði og létu til leiðast. Kvöldvökur í skólum gátu oft verið hin besta skemmtun og undirbúningurinn fór oft meir í glens og gleði. Þessi dansgleði er þar sem þetta byrjar allt. Börn, ungmenni og fólk á öllum aldri á að geta fíflast, prufað sig áfram og fundið þann dansstíl sem hentar þeim og verið óhrædd við að prufa sig áfram. Hún gleymir aldrei fyrstu kennslustundinni þegar hún stóð 12 ára fyrir troðfullum sal hjá DansNýjung Kollu. Hún hugsaði með sér, hvað ef þau fylgja mér ekki, gefast bara strax upp og nenna þessu ekki? Henni til mikillar lukku, fylgdu krakkarnir af miklum áhuga og hún komst yfir fyrsta tímann.

 

Grasrótina og heilbrigt uppeldi æskulýðsstarfs og íþrótta þekkir hún vel þar sem bakgrunnurinn hennar er þaðan. Hún æfði bæði fimleika, almennar íþróttir og allar tegundir af dansi, ballett, jazzballett, nútímadans, söngleikjadans, stepp, break, flamengo, afró, samkvæmisdansa, argentískan tangó, salsa o.flr. Má segja að hún hafi verið alæta á dans og með ólæknandi áhuga á öllu sem tengdist dansi og sköpun. Hún býr því að áralangri reynslu bæði í ólíkum tegundum af dansi. Hún hefur því enga fordóma fyrir öðrum dansstílum né fólki af öðrum kynþáttum né hvernig fólk er í vaxtarlaginu. Aðalmarkmiðið sé að upplifa DansGleðina! Listaeðlið hefur verið það ríkt í henni að hún hefur alltaf borið virðingu fyrir öðrum listum og í raun finnst henni það bara heilbrigð skynssemi. Hver hefur svo sem rétt til að tala aðrar danstegundir, mannfólk og þjóðerni niður á meðan þú skaðar ekki aðra. Enginn. Þannig framkoma finnst henni heimskan labbandi.

 

Heilbrigt æskulýðsstarf sem hún kynntist ung að árum úr dansinum og fimleikunum var heilbrigt uppeldi eins og kemur úr íþróttunum og dansgleði. Þar sem unnið er á móti vímuefnum, sem henni finnst óhugnalegt að sjá að er komið inn í dansgeirann hjá ákveðinni kynslóð. Slíkum efnum fylgja hegðunarvandamál og annað sem á ekkert tengt við heilbrigt líferni.

10 ára gömul steig hún sín fyrstu skref þá skjálfandi á beinunum í samsettum fötum með skartgripi ömmu sinnar umvafða og hanska að hennar láni við lag Díönu Ross sem Michael Jacksson söng með "Eating a Life". Hún lét engan vita af þessu og skráði sig. Hún var það skjálfandi að hún fékk blackout, mundi ekki neitt og fór bara út af sviðinu. Þetta var mikill ósigur fyrir hana og hún fann hvað hún var engan vegin sátt við sjálfa sig. Út í sal stóð Eydís Eyjólfsdóttir og sá þarna greinilega e.h. efnivið í þessari skjálfandi písl með mikla dansdrauma. Hún kom að máli við hana, stappaði í hana stálinu og bauðst til að aðstoða hana að ári liðnu. Hún man hvað þetta hringlaði í hausnum á henni þegar hún lagði hausinn á koddann. Þetta var bara mikið áfall fyrir hana.

 

Í upphafi ætluðu þær að vera 3 sem ætluðu að keppa í Freestyle en hinar létu sig hverfa þegar á hólminn var komið en þær ætluðu að dansa við Rock Boys með Duran Duran. Hún stóð ein upp með þennan mikla dansáhuga og lét slag standa.

 

Stofnaði sinn eigin 2007 og starfrækt til 2017. Lennt í bílslysi og varð að gera hlé að skólanum á meðan er núna komin spræk til baka sem aldrei fyrr.

Hún er móðir og veit hvað er heilbrigt fyrir ungar stúlkur. Býr af því í kennslunni og móðureðlið vill byggja upp stúlkur í stað þess að brjóta niður. Hún býr að því að vita hvernig mömmur hugsa til stúlknanna sinna. Útlitisdýrkun, hégómi og að ungar stúlkur dansi e.h. glennudans er eh. Súrélískt og henni finnst vanta nokkrar blaðsíður í hvar mörkin liggja.

 

Unga stúlkur gátu verið gellur og dönsuðu í toppum til að vera töffarar. Hafði ekkert með kynþokka til karlmanna að gera.

 

Dóttir Nönnu vill ólm fá að aðstoða móður sína við kennsluna og hennar heitasta ósk er að verða danskennari og byggja aðrar stúlkur upp. Hún tekur án ef við keflinu af móður sinni í framtíðinni ef hún mun enn hafa áhuga en það er undir henni komið. Hún hefur a.m.k. taktinn, funkið og dansinn í sér. Byrjaði 7 ára að semja. Svo ung byrjaði Nanna ekki. Móðir hennar horfði bara á að dansinn veitir henni styrk og gleði en það er það eina sem skiptir mig máli. Við mæður vitum hvað gerir börnin okkar heilbrigð!

bottom of page