top of page
Áslaug Heiða Gunnarsdóttir

Við bjóðum Áslaugu hjartanlega velkomna í hópinn!

Áslaug er dansari af Guðs náð og nam ballett frá 3ja ára aldri við Ballettskóla Eddu Scheving. Stundaði nám við Listdansskóla Íslands, Steps Dansstúdió í Kaupmannahöfn og Jassballettskóla Báru. Hún hefur viðamikla reynslu í kennslu og að vinna með ungum börnum. Kenndi til fjölda ára ballett, jass-ballett og leikfimi. Þá hefur hún unnið það til afreka að verða bæði Íslands-meistari og verðlaunahafi í Freestyle keppnum Tónabæjar. Þá dansaði Áslaug í Kardimommubænum í Þjóðleikhúsinu. Dansaði í fjölmörgum uppsetningum á vegum Reykjavíkurborgar, t.d. á Þjóðhátíðardaginn í miðbænum og Skrekk hæfileikakeppni gagnfræðiskóla á landinu. Dansað í tónlistarmyndböndum. Var aðaldansari í Ungfrú Reykjavík og Ungfrú Ísland á Hótel Íslandi o.flr.

Fyrir utan öll sín afrek á danssviðinu er Áslaug menntaður lögfræðingur og alltaf haft unun af dansi og hreyfingu og þeirri vellíðan sem það veitir henni.

"Dans er Guðsgjöf og lætur öllum líða betur!"

 

AÐ LOKUM BÝÐUR ÁSLAUG ALLA HJARTANLEGA VELKOMNA

TIL OKKAR Í DANCECENTER RVK Í KRISTALHOFINU!

bottom of page