Við bjóðum Ástu Hjartanlega velkomna í hópinn!

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir er sannkallaður Dansfíkill og Skellibjalla!

 

Ásta hefur reynt ýmislegt fyrir sér í dansi sem áhugamaður. Hún hóf dansnám á unglinsaldri hjá Hafdísi Jónsdóttur og síðar var hún í Dansstúdíói Sóleyjar. Þá skipti hún yfir í samkvæmisdansa og dansaði þá áhugamaður í nokkur ár. Ásta tók sér hlé frá dansbrölti í nokkur ár en þegar börnin voru komin á legg kynntist hún Zumba og þá var ekki aftur snúið. Ásta hefur grunnréttindi sem Zumba kennari.

Þá er Ásta flestum landsmönnum kunn úr Stundinni okkar á RÚV en þar vakti hún mikla athygli fyrir vandaða þáttagerð. Hún hefur unnið sér margt til afreka og var íþróttafulltrúi Stjörnunnar í Garðabæ frá árunum 2007-2011 og árið 2005 var hún verkefnastjóri átaksins, "Verndum bernskuna". Þá hefur hún tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi. Ásta er með fjölbreytta menntun, m.a. MPM í verkefnastjórnun frá HR. IPMA D-vottun frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands. B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands-sérsvið íslenska og samfélagsfræði og nam mannfræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands svo e.h. sé nefnt.
 

Mottó: "Lífið er dans!"

  • White Facebook Icon
Síðumúli 15 - 3.hæð, 108 Reykjavík
Netfang/E-mail: kristalhofid@gmail.com
GSM/Mobilephone: + (354) 777 3658
Facebook/KristalHofið
Facebook/DanceCenter Reykjavík